Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 15:19 Hótel Laugarbakki er staðsett nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar eru 56 herbergi. Örn Arnarsson Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39