Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kort af stað­setningu gos­sprungunnar

Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst.

Áttu ekki von á eld­gosi í nóvember

Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021.

Snerti taug leik­stjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu

Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda.

Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun

Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar.

Auka öryggið á Bland.is vegna svika­hrappa

Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum.

Ung­lingar í al­var­legum vanda fá nýtt hús­næði

Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

„Þetta er of­boðs­lega vond til­finning - mjög vond“

Atburðarásin var hröð í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að íbúi birti mynd í Facebook-hópi íbúa af grunsamlegum karlmanni með hafnaboltakylfu að grípa í húninn á útidyrahurð í raðhúsi. Þremur klukkustundum síðar hafði nágranni endurheimt fokdýrt reiðhjól sem hafði verið stolið um nóttina og tveir verið handteknir.

Sjá meira