Sylvía Hall

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Furðar sig á for­­gangi Euro­vision-hópsins

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. 

Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag.

Dróna­bann vegna fundar Norður­skauts­ráðsins

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Katrín Jakobsdóttir forsætrisráðherra mun ræða við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússa um Palestínu og Ísrael. Lögreglan verður með gífurlegan viðbúnað vegna komu ráðherranna tveggja til landsins.

Í höndum Kol­beins hvort hann sitji út kjör­tíma­bilið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið.

Hætt saman eftir nokkurra mánaða sam­band

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman samkvæmt heimildum People. Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðasta haust en nú hefur sést til þeirra í sitthvoru lagi og segja heimildarmenn sambandinu lokið.

Grunaður morðingi kaus Trump í nafni týndrar eigin­konu sinnar

Maður sem grunaður er um aðild að hvarfi og mögulegu morði eiginkonu sinnar greiddi atkvæði í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember í fyrra. Maðurinn, Barry Morphew, sagðist hafa viljað að Trump myndi vinna og hann vissi að eiginkona sín hefði kosið hann.

Sér ekki fram á að á­rásum linni

Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi.

Sjá meira