
Aukaverkanir Janssen vekja litla lukku hjá bólusettum
Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum.