Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 10:13 Einhvers konar þrýstingsbreyting veldur því að virknin í gosinu slokknar í smá stund áður en hún rýkur upp með stærðarinnar kvikustrókum. Náttúruvárhópur Suðurlands telur strókana sennilega vera þá stærstu í eldgosinu hingað til. Skjáskot/Sigfús Steindórsson Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. „Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
„Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54
Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45