Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Stympingar urðu milli keppenda á rafíþróttamótinu Skjálfta á laugardag. Einn keppandi hrinti sautján ára mótherja sínum eftir að hafa tapað viðureign þeirra. Á spjallrás hreytti hann einnig fúkyrðum í unga drenginn, sem hann kallaði „ógeðslegt innflytjanda hyski“. RÍSÍ harmar atvikið. 28.9.2025 23:43
Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. 28.9.2025 22:38
„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. 28.9.2025 19:49
Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Þrír unglingar voru fluttir á spítala eftir bílveltu í Ártúnsbrekku á tólfta tímanum í dag. Sex börn voru í bílnum, en aðeins fimm sæti, og ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda þegar lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför. 28.9.2025 19:09
„Það verður boðið fram í nafni VG“ Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. 27.9.2025 23:24
Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Lögreglan hefur lokað fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í kvöld en þar voru einmitt þrír handteknir á samkomu Vítisengla fyrr í mánuðinum. 27.9.2025 21:16
Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Skútu sem var yfirgefin við strendur Englands hefur nú rekið á strendur Íslands. Viðbragðsaðilar uppgötvuðu skútuna í dag þegar neyðarboð fór skyndilega að berast úr ómönnuðum bátnum. 27.9.2025 20:48
Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Bátur sökk í kvöld þar sem hann var bundinn við Óseyrarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Annar bátur virðist einnig líklegur til þess að sökkva. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og kanna málið. 27.9.2025 20:11
Þór sækist eftir endurkjöri Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss. 27.9.2025 19:16
Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. 27.9.2025 17:57