„Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ Jakob Sigurðarson, þjálfari KR, var ánægður með frammistöðuna en svekktur með niðurstöðuna, 86-87 tap gegn Stjörnunni. Hann segir sína menn þurfa að vera sterkari andlega og ekki missa stjórn á skapinu í samræðum við dómarana. 10.10.2024 22:09
Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Stjarnan sótti 87-86 sigur á Meistaravelli í æsispennandi leik gegn KR þar sem ein tæknivilla hafði heilmikil áhrif. Linards Jaunzems fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir, en klúðraði báðum skotum. 10.10.2024 18:31
Félögunum refsað en Jackson sleppur Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna síðasta sunnudag. Einstakir aðilar málsins eru ekki ávíttir en félögin eiga von á sekt. 9.10.2024 07:32
Dagskráin í dag: Nágrannaslagur af bestu gerð áður en umferðin öll verður gerð upp Það er ýmislegt um að vera á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 í dag. Það er nágrannalsagur þegar önnur umferð Bónus deildar kvenna klárast og verður umferðin að sjálfsögðu gerð upp með veglegum hætti. 9.10.2024 06:02
GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir meistarar með KR á árum áður, ræddu meðal annars núverandi Íslandsmeistara Vals í fjórða þætti af GAZið, hlaðvarpsþætti um körfubolta. Pavel hefur á tilfinningunni að eitthvað vanti í liðið og Helgi tók undir. 8.10.2024 22:59
„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. 8.10.2024 22:08
Á skotskónum í framrúðubikarnum Jason Daði Svanþórsson skoraði mark Grimsby þegar liðið tapaði 1-2 gegn Lincoln í framrúðubikarnum, bikarkeppni neðra deilda á Englandi. 8.10.2024 21:30
Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Hamar/Þór tók á móti Þór frá Akureyri í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Svo fór að heimaliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 95-91 eftir æsispennandi leik. 8.10.2024 21:07
Amanda fagnaði sigri en Sveindís þurfti að sætta sig við tap Meistaradeild kvenna í fótbolta hófst með fjórum fjörugum leikjum í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir mátti þola tap með liði sínu Wolfsburg en Amanda Andradóttir fagnaði sigri með Twente. 8.10.2024 21:00
Valsmenn lágu í valnum eftir góða byrjun Valur tapaði með sjö marka mun úti í Norður-Makedóníu, 33-26 gegn Varda Skopje. Það var Íslendingaslagur í hinum leik riðilsins en þar bar Melsungen sigur úr býtum gegn Porto. 8.10.2024 20:29