Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Inter Milan tók á móti Como og vann 2-0 sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mílanó-menn eru nú þremur stigum frá efsta sæti deildarinnar og eiga einn leik til góða á liðin fyrir ofan. 23.12.2024 21:46
Eftirmaður Amorim strax á útleið João Pereira tók við starfi Rubens Amorim sem aðalþjálfari Sporting þegar sá síðarnefndi fór til Manchester United. Hann hefur ekki fagnað góðu gengi og er sagður á útleið eftir rúman mánuð í starfi. 23.12.2024 21:18
Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Eftir að hafa jafnað sig af fótbroti í fyrra og skotárás í vor hefur Tank Dell orðið fyrir öðrum slæmum meiðslum. Leikmaðurinn mun brátt gangast undir aðgerð og verður frá út tímabilið hið minnsta eftir að hnéskel hans fór úr lið og krossband slitnaði. 23.12.2024 20:48
Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Melsungen er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 31-23 sigur í toppslag gegn Burgdorf. 23.12.2024 20:16
Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. 23.12.2024 19:02
Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. 23.12.2024 18:00
Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Þrátt fyrir að vera frá keppni vegna krossbandsslita hefur Emelía Óskarsdóttir fengið samning sinn framlengdan hjá danska félaginu HB Køge. Hún gekk til liðs við HB Køge fyrir ári síðan og gerði þá tveggja ára samning, sem hefur nú verið framlengdur um eitt ár til viðbótar. 21.12.2024 08:32
Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Selfoss hefur samið við bandaríska bakvörðinn Tony Wroten og hann mun leika með liðinu seinni hluta tímabilsins í næstefstu deild. 21.12.2024 07:00
Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Það er ýmislegt um að vera vestanhafs og pílunum verður áfram kastað á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 í dag. 21.12.2024 06:02
Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Declan Rice og Riccardo Calafiori verða báðir klárir í slaginn á morgun þegar Arsenal heimsækir Crystal Palace. Heimamenn verða hins án vegar án Eberechi Eze. Liðin eru að mætast í annað sinn í vikuni. 20.12.2024 23:31