Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur yfirgefið úrvalsdeildarfélagið að Everton að fullu. Samningur hans við félagið rann út í sumar en Alli hefur verið leyft að æfa með liðinu síðan þá. Hann segir hlutina ekki hafa farið eins vel og hann vildi. 20.12.2024 22:46
Meiðslalistinn lengist í Mílanó AC Milan sótti 1-0 sigur til Verona en meiðslalisti liðsins lengdist enn frekar. 20.12.2024 21:59
Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Bayern München lagði RB Leipzig örugglega, 5-1 á heimavelli í fimmtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Tvö mörk voru skoruð á fyrstu tveimur mínútum leiksins. 20.12.2024 21:35
Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Alba Berlin tapaði með fimm stigum, 90-85, á útivelli gegn Olympiacos í EuroLeague. Martin Hermannsson hefur ekki verið í byrjunarliði Alba síðustu tvo leiki og spilað færri mínútur en hann er vanur. 20.12.2024 21:17
Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Fredericia sótti góðan átta marka sigur, 29-21, gegn Kolding í sautjándu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta var síðasti leikur liðsins áður en deildin hefst aftur að nýju í febrúar eftir heimsmeistaramótið. 20.12.2024 20:41
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ José Mourinho heldur áfram að gagnrýna framkvæmd leikja í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann var afar ósáttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Fenerbahce gegn Eyupspor í kvöld. 20.12.2024 20:30
„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. 20.12.2024 20:01
Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Dusseldorf í 2-5 tapi gegn Magdeburg í næstefstu deild Þýskalands. 20.12.2024 19:39
Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Hann hefur starfað undanfarin níu ár sem yfirlögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands og tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í fjórtán ár. 20.12.2024 18:02
Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Karlalandslið Sádi-Arabíu í fótbolta hefur þegið boð frá ameríska knattspyrnusambandinu CONCACAF og mun keppa í Gullbikarnum árin 2025 og 2027 sem gestaþjóð. 20.12.2024 07:01