Djokovic dregur sig úr keppni og missir efsta sætið til Sinner Novak Djokovic mun detta úr efsta sæti heimslistans í tennis eftir að hafa dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir á leirvellinum við Roland Garros. 5.6.2024 12:31
Mbappé þakklátur gömlu yfirmönnunum: „Án þeirra hefði ég ekki stigið fæti á fótboltavöll“ Kylian Mbappé segir þjálfara og yfirmann knattspyrnumála hjá PSG hafa komið sér til bjargar þegar allt stefndi í að hann myndi ekkert fá að spila á tímabilinu. 5.6.2024 11:31
Byrjunarliðið gegn Austurríki: Tvær breytingar og allar á skýrslu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Í þetta sinn eru líka allir leikmenn skráðir á skýrslu. 4.6.2024 18:20
Lyngby lætur þjálfarann fara þrátt fyrir að hafa haldið liðinu uppi Lyngby hefur ákveðið að framlengja ekki samning þjálfarans David Nielsen þrátt fyrir að honum hafi tekist að halda Íslendingaliðinu uppi í efstu deild. 4.6.2024 16:31
Steve Bruce orðinn þreyttur á atvinnuleysinu: „Leicester, þið vitið hvar þið finnið mig“ Steve Bruce, fyrrum leikmaður og þjálfari fjölmargra liða á Englandi, er orðinn þreyttur á atvinnuleysinu og vill finna sér eitthvað að gera. Hann lítur á opnun í stjórastarfi Leicester City sem mikið tækifæri. 4.6.2024 16:00
Tröllvaxinn tólf ára leikmaður nýjasta undrabarn Barcelona Mohamed Dabone er nýjasta undur körfuboltaheimsins, aðeins 12 ára gamall er hann þegar rúmir tveir metrar á hæð og farinn að spila langt upp fyrir eigin aldur í EuroLeague með Barcelona. 4.6.2024 15:31
Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. 4.6.2024 15:00
Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. 4.6.2024 13:01
Carmelo Anthony uppfyllir drauma sína um að eiga körfuboltalið Carmelo Anthony hefur tryggt sér kauprétt á útþensluliði í úrvalsdeild Eyjaálfu í körfubolta. 4.6.2024 10:31
Stúkan ræðir ólöglegt mark Breiðabliks: „Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta“ HK og Breiðablik mættust í Kórnum á sunnudag. Breiðablik fór þar með tveggja marka sigur en mikið hefur verið rætt um hvort fyrra mark þeirra hefði átt að standa þar sem boltinn var á ferð þegar aukaspyrna var tekin. 4.6.2024 10:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent