Sport

Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sverrir Ingi vonast til að komast aftur í byrjunarliðið undir nýjum þjálfara. 
Sverrir Ingi vonast til að komast aftur í byrjunarliðið undir nýjum þjálfara.  Getty/Franco Arland

Rui Vitória, þjálfari Sverris Inga Ingasonar og félaga í gríska liðinu Panathinaikos, hefur verið rekinn eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu.

Vitória tók við í nóvember á síðasta ári en tókst ekki að gera atlögu að titlinum og endaði með liðið í öðru sæti deildarinnar, langt á eftir erkifjendunum Olympiacos. 

Panathinaikos náði að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni í vetur en þetta tímabil hefur hins vegar farið illa af stað heima fyrir og liðið er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki í deildinni.

Þjálfarinn hefur hróflað mikið við liðinu og meðal annars látið Sverri Inga dúsa á varamannabekknum.

Eftir 3-2 tap gegn nýliðum Kifisia í gærkvöldi var Vitória því látinn fara. Hann yfirgaf félagið án þess að kveðja leikmenn og tók nánast allt þjálfarateymið með sér.

Þjálfari ungmennaliðsins, Dimitris Koropoulis, stýrði því æfingu dagsins en óvíst er hver mun taka við starfi aðalþjálfarans, samkvæmt gríska miðlinum SDNA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×