Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 13.7.2025 10:32
Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. 11.7.2025 16:08
Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka. 11.7.2025 14:10
Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hafi í dag sett fordæmi sem muni eftir til vill koma í bakið á honum fyrr en síðar. „Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi.“ 11.7.2025 12:40
„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ 11.7.2025 11:54
„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ 11.7.2025 10:29
Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir ljóst að frumvarp hennar um hækkun veiðigjalda verði að lögum. Hún segir að ríkisstjórnin muni beita þeim úrræðum sem henni standa til boða til að keyra málið í gegn og útilokar ekki að svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga verði beitt. 10.7.2025 14:49
Þykir leitt að hafa valdið uppnámi „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. 10.7.2025 12:02
Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Í hádegisfréttum verður fyrst of fremst fjallað um fjörugan þingfund sem nú stendur yfir og óvænt ávarp forsætisráðherra. 10.7.2025 11:56
Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. 10.7.2025 11:29