Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna. 21.2.2025 16:49
Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. 21.2.2025 16:16
Svona skipta oddvitarnir stólunum Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs. 21.2.2025 15:54
Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. 21.2.2025 15:01
Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Landsvirkjun, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hagnaðist um 41,5 milljarða króna í fyrra og hyggst greiða eiganda sínum 25 milljarða króna í arð. Fyrirtækið mun þá hafa greitt eiganda sínum níutíu milljarða króna í arð á árunum 2021 til 2024. 21.2.2025 14:27
Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21.2.2025 13:37
Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Landsréttur hefur ógilt ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. 21.2.2025 11:21
Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. 20.2.2025 16:09
Refsing Dagbjartar þyngd verulega Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. 20.2.2025 15:12
Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. 20.2.2025 15:04