Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á milli klukkan 8:30 og 10 í Silfurbergi, Hörpu. Beina útsendingu frá Skattadeginum má sjá hér að neðan. 15.1.2026 08:00
„Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. 14.1.2026 16:13
Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin. 14.1.2026 13:44
Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs. 14.1.2026 13:03
Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Þann 30. desember flæddi yfir í keri Tunglsilungs í Tálknafirði með þeim afleiðingum að eldisbleikja komst út í sjó. 14.1.2026 11:52
Mál látins manns komið til ákærusviðs Rannsókn lögreglu á brunanum á Hjarðarhaga í maí í fyrra er lokið. Niðurstaðan er að kveikt hafi verið í og málið er komið til ákærusviðs. Tveir létust í brunanum og sá sem grunaður er í málinu var annar þeirra. Því er ljóst að enginn verður ákærður fyrir íkveikjuna. 13.1.2026 17:03
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Fjármálaráðherra rengir ekki spá Landsbankans um að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum muni auka verðbólgu um 0,7 prósentur. Ráðuneytið hafði reiknað með 0,1 til 0,2 prósenta aukningu. 13.1.2026 16:09
Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. 13.1.2026 15:54
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá handtöku um miðjan október síðastliðinn. 13.1.2026 14:52
Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Gæsluvarðhald yfir grískum karlmanni, sem grunaður er um að hafa ráðið portúgölskum manni bana á Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur. 13.1.2026 13:44