Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs. 13.1.2026 13:31
Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana átti að renna út í dag en hefur verið framlengt um fjórar vikur. 13.1.2026 12:18
Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. 13.1.2026 11:10
Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Héraðssaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti Þorvarðarsyni, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tíu ára dreng, til Landsréttar. 12.1.2026 16:37
Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. 12.1.2026 15:56
Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. 12.1.2026 14:04
Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 12.1.2026 11:42
Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins. 9.1.2026 18:46
Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Danól, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur hafið innköllun á NAN Expert Pro HA 1 og NAN Pro 1 þurrmjólk með lotunúmerunum 51690742F4, 51180346AC og 51250346AC. Áður hafði verið tilkynnt sérstaklega að ekki væri ástæða til þess að innkalla þurrmjólkina hér á landi en þá hafði það verið gert í Noregi. 9.1.2026 16:37
„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. 9.1.2026 15:56