Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna spáir því að rekstur flugfélagsins Play hér á landi sé feigur. Fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun félagsins, meðal annars á þeim forsendum að til stæði að stunda félagslegt undirboð. 2.9.2025 11:45
„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1.9.2025 17:07
Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. 1.9.2025 15:44
Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Félag atvinnurekenda telur boðaða reglugerðarsetningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um merkingar einnota plastvara munu leiða til minni samkeppni og hærra verðs á dagvörumarkaði. Þá gætu breytingar leitt til þess að lækkun svokallaðs bleiks skatts dragist til baka. 1.9.2025 14:11
Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. 1.9.2025 11:41
Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. 1.9.2025 10:40
Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar. 29.8.2025 16:57
„Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni. 29.8.2025 16:32
Tólf sagt upp á Siglufirði Öllum tólf starfsmönnum SR-Vélarverkstæðis á Siglufirði var sagt upp störfum í gær. 29.8.2025 14:59
Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29.8.2025 13:50