Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Forseti Hæstaréttar segir af og frá að fækka dómurum við réttinn úr sjö í fimm, líkt og lagt er til í einni sextíu hagræðingartillagna sem lagðar voru fram í gær. Með tillögunni sé æðsta dómstigi þjóðarinnar sýnd vanvirðing. 5.3.2025 17:50
Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. 5.3.2025 12:05
Skipverji brotnaði og móttöku frestað Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 5.3.2025 11:25
Nýir eigendur endurreisa Snúruna Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. 5.3.2025 10:56
Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 5.3.2025 07:03
Eldrauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. 4.3.2025 16:53
Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“ 4.3.2025 13:43
Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. 4.3.2025 13:33
Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni. 4.3.2025 12:06
Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag. 4.3.2025 11:21
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti