Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7.10.2024 11:40
Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. 7.10.2024 10:30
Nefndin deili ekki við þá sem gagnrýna hana á „mis málefnalegan hátt“ Formaður Úrskurðarnefndar lögmanna segir nefndina ekki geta brugðist við harðri gagnrýni á störf hennar, sem Ómar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður viðraði í pistli í morgun. Nefndin geti ekki deilt opinberlega við þá sem gagnrýna störf hennar á „mis málefnalegan hátt.“ 4.10.2024 16:47
Bein útsending: Ávarp fráfarandi formanns Vinstri grænna Landsfundur Vinstri grænna hefst seinnipartinn í dag og stendur yfir alla helgina. Formleg fundarsetning verður samkvæmt dagskrá klukkan 16:20 og klukkan 17:00 heldur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður VG, ræðu. Sýnt verður frá ræðunni í beinni hér á Vísi. 4.10.2024 16:11
Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Fyrrverandi forseti Íslands ákvað að skella sér á einhvers konar sæþotu eftir stíf fundahöld í allan dag, í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 4.10.2024 15:52
Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. 4.10.2024 14:52
Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og þá hafa allir stóru viðskiptabankarnir brugðist við lækkuninni. 4.10.2024 13:36
Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. 4.10.2024 12:35
Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Heimar hf. hafa samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. í fimm fasteignir, fyrir alls 3.275 milljónir króna. Módelhús eru í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddsonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. 4.10.2024 10:37
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4.10.2024 10:18