Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sæ­var Atli orðinn leik­maður Brann

Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku.

Niður­brotinn Klopp í sjokki

Jur­gen Klopp, fyrr­verandi þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins Liver­pool, segist í færslu á sam­félags­miðlum núna í morgun vera í sjokki og niður­brotinn vegna at­burðarins í Liver­pool­borg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Eng­land­meistara­titli Liver­pool.

Sótt að Sæ­vari Atla á flug­vellinum í Bergen

Hópur fjölmiðla­manna var mættur á flug­völlinn í Bergen í morgun þegar að knatt­spyrnu­maðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt um­boðs­manni sínum á leið í viðræður við norska úr­vals­deildar­félagið Brann.

Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“

Eftir afar farsælan feril hyggst hand­bolta­maðurinn Aron Pálmars­son leggja skóna á hilluna eftir yfir­standandi tíma­bil. Lands­liðsþjálfari Ís­lands segir áhrifin af brott­hvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóða­vísu standi Aron framar­lega í sögu­legu til­liti og hvað Ís­land varðar séu hann og Ólafur Stefáns­son þeir lang­bestu hand­bolta­menn sem við höfum átt.

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

At­hæfi Freys og Eggerts vekur at­hygli í Noregi

Félags­leg færni Ís­lendinganna Freys Alexanders­sonar, þjálfara norska úr­vals­deildar­liðsins Brann í fót­bolta og Eggerts Arons Guð­munds­sonar, leik­manns liðsins hefur vakið at­hygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðnings­menn Brann að njóta góðs af því eftir sigur­leik í gær.

Klopp snýr aftur á Anfield

Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, verður á meðal áhorfenda á Anfield þegar að Liverpool tekur á móti Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn.

Var ekki nógu á­nægður með Trent

Arne Slot, þjálfari Eng­lands­meistara Liver­pool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með fram­lag Trent Alexander Arn­old á æfingum liðsins í upp­hafi tíma­bils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tíma­bilið.

Sjá meira