Konur eru ekki litlir karlar Sólveig Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi, er ein þeirra sem stendur að baki rannsókn sem vakið hefur athygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvennaboltanum. Rannsóknin snýr að heilsufari leikmanna í deildinni en þekking okkar á kvennaknattspyrnunni er afar takmörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknattspyrnunni og aðeins 7% gagna í knattspyrnuheiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknattspyrnu. 11.12.2023 08:47
Fanney með fótboltaheila og getur náð heimsklassa Jólin komu snemma í ár með sigri Íslands á Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í fyrradag. Átján ára gamall markvörður Íslands og Vals sló í gegn í frumraun sinni. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíudrauma danska landsliðsins með 1-0 sigri sínum í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í Viborg. 7.12.2023 09:00
Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. 7.12.2023 08:00
Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6.12.2023 12:00
Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust Íslenski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í handbolta nú þegar að Ólafur Stefánsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Verkefnið framundan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Sveinbjarnar, komið inn með margar góðar og jákvæðar breytingar á skömmum tíma. 6.12.2023 08:01
Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. 1.12.2023 08:01
KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur. 30.11.2023 15:58
Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. 30.11.2023 11:48
Real Madrid tryggði sér efsta sætið með sigri á Ítalíumeisturunum Real Madrid tryggði sér í kvöld efsta sætið í C-riðli Meistaradeildarinnar með 4-2 sigri á Napoli á heimavelli í kvöld. Napoli dugir stig í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. 29.11.2023 22:11
Ísland fær tvö sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar Ísland fær tvö sæti í riðlakeppni Evrópudeildar félagsliða í handbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst fyrr í dag þegar að Evrópska handknattleikssambandið gaf út styrkleikalista deildarinnar fyrir næstu leiktíð. 29.11.2023 15:53