Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Þorsteinn landsliðsþjálfari á síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik sinn á EM kvenna í Sviss. Ísland mætir Finnlandi í dag klukkan fjögur. Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira