Óvissa uppi varðandi þátttöku Arnórs í kvöld Óvíst er hvort Arnór Ingvi Traustason muni geta tekið þátt í leik Íslands við Portúgal í Lissabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024 í fótbolta. 19.11.2023 14:31
„Tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í kvöld, gegn toppliði Portúgal á útivelli, vera kjörið tækifæri fyrir leikmenn liðsins til þess að sanna að þeir geti gert góða hluti saman. Ísland mætir til leiks með þungt tap fyrir Slóvakíu á bakinu og enga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sigur Portúgal í kvöld mun sjá til þess að liðið vinnur riðilinn með fullt hús stiga. 19.11.2023 13:16
Martinez ber virðingu fyrir Íslandi: Nefnir tvo leikmenn sem hafa hrifið hann Roberto Martinez, landsliðsþjálfari portúgalska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sitt lið bera virðingu fyrir íslenska landsliðinu en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM 2024 í Lisabon í kvöld. Á sínum degi geti íslenska landsliðið veitt hvaða liði sem er leik. 19.11.2023 13:00
Tók Ísland skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við" Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu. 19.11.2023 10:00
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Lisabon í Portúgal þar sem að liðið á leik gegn heimamönnum á José Alvalade leikvanginum á morgun í lokaumferð undankeppni EM. 18.11.2023 17:30
„Er mér óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna. 18.11.2023 14:01
Láta sér ekki leiðast: Sá reynslumesti klárar stúdentinn | „Mikið í meðhöndlun“ Íslenska landsliðið er nú mætt til Lisabon í Portúgal þar sem framundan er leikur við ansi sterkt lið heimamanna á morgun í lokaumferð undankeppni EM í fótbolta. 18.11.2023 11:00
Bollaleggingar í Bratislava: „Hef eyðilagt öðruvísi partý“ Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan sjö. 16.11.2023 16:20
„Þessu er ekki lokið“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. 16.11.2023 13:01
„Vonandi getum við skemmt partýið“ Jóhann Berg Guðmundsson mun bera fyrirliðabandið er Ísland heimsækir Slóvakíu í undankeppni EM í fótbolta í Bratislava í kvöld. Íslenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partýhöld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafntefli eða sigri. 16.11.2023 10:00