Þetta eru þeir átján leikmenn sem fara á HM fyrir Íslands hönd Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hefur valið þá átján leikmenn sem munu fara sem fulltrúar Íslands á komandi heimsmeistaramót sem fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. 1.11.2023 15:19
Svona var HM-fundurinn hans Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins, fyrir komandi heimsmeistaramót, var opinberaður. 1.11.2023 14:30
Þorlákur að taka við þjálfarastöðu í efstu deild Portúgals Þorlákur Árnason er næsti þjálfari kvennaliðs portúgalska félagsins SF Damaiense. 1.11.2023 14:15
Viggó hefur verið að spila meiddur Viggó Kristjánsson mun ekki geta tekið þátt í komandi tveimur æfingarleikjum íslenska landsliðsins í handbolta gegn Færeyjum síðar í vikunni. Viggó, sem hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni undanfarið, hefur verið að spila meiddur undanfarnar þrjár vikur. 1.11.2023 13:31
Sir Bobby Charlton lést af slysförum Sir Bobby Charlton lést af slysförum eftir að hafa misst jafnvægið og dottið á hjúkrúnarheimilinu sem hann bjó á. Frá þessu er greint á vefsíðu BBC og vitnað í niðurstöður réttarmeinafræðings. 1.11.2023 13:02
Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. 30.10.2023 08:00
Ísland stendur í stað á nýjum heimslista FIFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur í stað á nýuppfærðum heimslista FIFA og er sem fyrr í 67. sæti listans. 26.10.2023 17:00
Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið alvöru leik“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfarateymi liðsins hefur staðið að undirbúningi þess fyrir þennan mikilvæga leik. 26.10.2023 14:00
Ákærður fyrir að hafa myrt móður sína og falið lík hennar Fyrrum NFL leikmaðurinn Sergio Brown hefur verið ákærður fyrir að myrða móður sína. Frá þessu greinir CNN í Bandaríkjunum. 26.10.2023 11:30
Arnar sér eftir orðum sínum: „Ógeðslega lélegt af mér“ Arnar Guðjónsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta, skammast sín fyrir ummæli í leikhléi í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Subway deild kvenna í gærkvöldi þar sem að hann kallaði leikmann Njarðvíkur feita. Hann segir ekkert afsaka slíka hegðun, þetta sé honum ekki til framdráttar. 26.10.2023 11:09