Skemmdarverk unnin í Grindavík: „Ljóst að tjónið er mikið og kostnaðarsamt“ Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á áhorfendastúkunni við aðalvöll knattspyrnudeildar UMFG. Frá þessu greinir deildin í færslu á samfélagsmiðlum og er þar sagt að tjónið sé mikið og kostnaðarsamt. 25.9.2023 15:31
Hreinskilinn Hamilton leggur spilin á borðið fyrir næsta tímabil Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes, segir liðið þurfa að eiga sína bestu sex mánuði frá upphafi, þegar kemur að þróun bílsins fyrir næsta tímabil, ætli Mercedes sér að brúa bilið í Red Bull Racing. 25.9.2023 15:00
Sjáðu atvikið: Sindri slapp með gult eftir fólskulegt brot | „Eins og hver önnur líkamsárás“ Sindri Snær Magnússon, leikmaður Bestu deildar liðs Keflavíkur, getur prísað sig sælan með að hafa sloppið aðeins með gult spjald frá leik liðsins gegn HK í gær eftir groddaralega tæklingu á fyrirliða HK, Leifi Andra Leifssyni. 25.9.2023 13:00
Orri og liðsfélagar hans lentu í ógeðfelldri uppákomu í Brøndby í gær Dauðum rottum var kastað inn á völlinn er Brøndby og FC Kaupmannahöfn áttust við í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. 25.9.2023 11:01
Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Íslendingar þekkja vel Undanfarna daga hefur setningin „Breiðablik mun hefja nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiðablik svo sannarlega rita upphafsorðin í nýjum kafla í sögu íslensks fótbolta sem fyrsta íslenska karlaliði til að leika í riðlakeppni í Evrópu. 21.9.2023 14:31
Yfir sautján þúsund miðar seldir á leik Breiðabliks í Tel Aviv í kvöld Rétt yfir sautján þúsund miðar hafa verið seldir á leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv í kvöld. 21.9.2023 12:16
Sjáðu myndirnar: Væsir ekki um Blika á fimm stjörnu lúxushóteli í Tel Aviv Það styttist í stóru stundina hjá karlaliði Breiðabliks í fótbolta sem í kvöld mætir sterku liði Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. 21.9.2023 09:31
Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21.9.2023 08:00
Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20.9.2023 23:30
Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. 20.9.2023 13:30