„Leikur gegn Ísrael mjög álitlegur kostur fyrir okkur“ Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir leið liðsins að EM sæti í gegnum umspil í mars á næsta ári vera leið sem hægt sé að sætta sig við. Ísland mun mæta Ísrael í undanúrslitum umspilsins. 23.11.2023 12:47
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23.11.2023 11:44
Ekkert Hátíðarlaufabrauð í ár Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð. 23.11.2023 09:30
Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa. 19.11.2023 15:31
Upphitun fyrir Portúgal – Ísland: Á ferð með Gumma Ben í Tuk Tuk um götur Lissabon Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heimsækir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lissabon í kvöld. Um er að ræða lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024. 19.11.2023 14:42
Óvissa uppi varðandi þátttöku Arnórs í kvöld Óvíst er hvort Arnór Ingvi Traustason muni geta tekið þátt í leik Íslands við Portúgal í Lissabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024 í fótbolta. 19.11.2023 14:31
„Tækifæri fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í kvöld, gegn toppliði Portúgal á útivelli, vera kjörið tækifæri fyrir leikmenn liðsins til þess að sanna að þeir geti gert góða hluti saman. Ísland mætir til leiks með þungt tap fyrir Slóvakíu á bakinu og enga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sigur Portúgal í kvöld mun sjá til þess að liðið vinnur riðilinn með fullt hús stiga. 19.11.2023 13:16
Martinez ber virðingu fyrir Íslandi: Nefnir tvo leikmenn sem hafa hrifið hann Roberto Martinez, landsliðsþjálfari portúgalska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sitt lið bera virðingu fyrir íslenska landsliðinu en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM 2024 í Lisabon í kvöld. Á sínum degi geti íslenska landsliðið veitt hvaða liði sem er leik. 19.11.2023 13:00
Tók Ísland skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við" Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu. 19.11.2023 10:00
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Lisabon í Portúgal þar sem að liðið á leik gegn heimamönnum á José Alvalade leikvanginum á morgun í lokaumferð undankeppni EM. 18.11.2023 17:30