Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna talsverðrar eða mikillar snjókomu á Suður- og Suðausturlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi og klukkan 15 á Suðausturlandi og verða í gildi fram á nótt. 23.1.2025 12:57
Gervais minnist hundsins úr After Life Breski grínistinn Ricky Gervais hefur greint frá því að hundurinn sem fór með hlutverk Brandy í þáttunum After Life sé allur. 23.1.2025 08:52
Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag, en heldur hægari norðanlands framan af degi. 23.1.2025 07:17
Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu tólf mánuði á Íslandi er nú fimm prósent og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022. 22.1.2025 14:31
Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Fjóla St. Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar, hefur verið ráðin sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Ráðningin stendur út kjörtímabilið til ársins 2026. 22.1.2025 13:03
Verður forsætisráðherra Írlands á ný Írska þingið kemur saman til fundar á ný í dag þar sem skipaður verður nýr forsætisráðherra eftir þingkosningarnar sem fram fóru í lok nóvember. Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, mun þar taka við embætti forsætisráðherra af Simon Harris, leiðtoga Fine Gael, sem mun taka við embætti aðstoðarforsætisráðherra. 22.1.2025 11:44
Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Anna Rós Árnadóttir hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Skeljar. 22.1.2025 08:54
76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Tala látinna eftir brunann á skíðahótelinu í Tyrklandi aðfararnótt gærdagsins hefur hækkað og eru nú 76 taldir hafa látist og eru um fímmtíu slasaðir. Tyrklandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna málsins. 22.1.2025 07:55
Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veðurstofan spair suðaustanátt í dag, allhvassri eða hvassri við suður- og vesturströndina en annars mun hægari. 22.1.2025 07:07
Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Breski rokkgítarleikarinn John Sykes, sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, er látinn. Hann varð 65 ára. 21.1.2025 10:46