Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Eðalfiskur, laxavinnsla í Borgarnesi, hefur nú skipt um nafn og heitir Borg Salmon. 8.10.2025 08:46
Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. 8.10.2025 08:30
Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og með suðurströnd landsins vegna vestan hvassviðris eða storms. Spáð er mikilli ölduhæð við Faxaflóa eftir hádegi í dag og talsverðum áhlaðanda. Þar sem einnig er stórstreymt getur sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni. 8.10.2025 06:48
Átján sagt upp í Seljahlíð Átján starfsmönnum var sagt upp störfum hjá hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Seljahverfi í Reykjavík um liðin mánaðamót. Ráðist var í uppsagnirnar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð. 8.10.2025 06:31
Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hófu tveggja daga ríkisheimsókn til Finnlands í gær. Dagskráin var þétt þar sem forsetinn átti meðal annars fund með Finnlandsforseta, forsætisráðherra Finnlands og forseta þingsins. 8.10.2025 06:15
Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um líkamsárás þar sem sást til blóðugs manns fyrir utan fjölbýlishús. 8.10.2025 06:05
Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur sakfellt súdanska uppreisnarleiðtogann Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna brota sem framin voru í Darfúr-héraði í Súdan fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. 7.10.2025 12:50
Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Iris Stalzer, nýkjörinn bæjarstjóri í þýska bænum Herdecke, er alvarlega særð eftir stunguárás á heimili sínu. 7.10.2025 12:31
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7.10.2025 10:24
Gular viðvaranir vegna vestanstorms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna vestanstorms. 7.10.2025 10:04