Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti fimm ár. 26.8.2025 14:08
Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Mikið hefur verið um að ferðamenn hafi farið niður í Reynisfjöru í morgun – framhjá hliðinu og viðvörunarskiltum – þrátt fyrir að rauða ljósið hafi logað. Landeigandi segir fólk með því vera að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að setja sig í hættu. 26.8.2025 13:56
Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf. 26.8.2025 11:12
Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Mikið hefur rignt að Fjallabaki síðastliðinn sólarhring og ár og vötn bólgnað í miklum vatnavöxtum í kjölfar rigningarinnar. 26.8.2025 09:41
Lil Nas X laus gegn tryggingu Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna. 26.8.2025 07:48
Blæs hressilega af austri á landinu Leifar fellibylsins Erin er nú um 450 kílómetra suður af Vestmannaeyjum og er þrýstingur í miðju hennar 962 millibör, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag. 26.8.2025 07:14
Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Af nítján löxum sem veiddir voru í ám á Vestur- og Norðurlandi á síðustu dögum og sendir voru í erfðagreiningu, er staðfest að þrír eru úr sjókvíaeldi. Átta laxar eru ekki í greiningarferli og þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. 25.8.2025 14:34
Habeck hættir á þingi Þýski þingmaðurinn Robert Habeck hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér þingmennsku. Habeck er þingmaður Græningja og var efnahags- og orkumálaráðherra í ríkisstjórn Olaf Scholz, auk þess að vera varakanslari á árunum 2021 til 2025. 25.8.2025 14:17
Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. 25.8.2025 13:50
Gunnar Ágúst til Dineout Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout. 25.8.2025 13:11