varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjórnar­for­maðurinn segir stund sann­leikans runna upp fyrir Euro­vision

Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. 

Skúrir víða um land og lægð nálgast

Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands.

Fundar með þing­flokks­for­mönnum

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum.

All­kröpp lægð á leiðinni til landsins

Allkröpp lægð er nú á leið til norðausturs milli Íslands og Færeyja og mun hún valda suðvestan hvassviðri í dag. Á Íslandi liggjum við þó í mun hægari norðanátt vestan lægðarmiðjunnar þar sem vindhraði verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu.

Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í um­ferð

Ökumaður bifhjóls sem lést af völdum áverka sem hann hlaut eftir að hafa kastast af hjólinu á Heiðmerkurvegi í mars 2024 var ekki með ökuréttindi fyrir bifhjólinu. Þá átti hjólið ekki að vera í umferð þar sem skráningarnúmer þess hafði verið innlagt hjá skoðunarstofu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi.

Bene­dikt nýr skóla­meistari VMA

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Sjá meira