Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 3.1.2024 10:52
Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. 3.1.2024 10:36
41 einstaklingur eldri en hundrað ára á landinu Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi. 3.1.2024 08:39
Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflýst á Austfjörðum. Hættustigi vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði var aflýst í gær. 3.1.2024 08:28
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3.1.2024 07:39
Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3.1.2024 07:21
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2.1.2024 18:03
Fimm um borð í vél strandgæslunnar fórust Fimm sem voru um borð í vél japönsku strandgæslunnar fórust þegar vélin og flugvél Japan Airlines, sem kom til lendingar, rákust saman á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. 2.1.2024 12:49
Enn snjóflóðahætta og rýmingar enn í gildi Enn er snjóflóðahætta undir Strandartindi á Seyðisfirði líkt og greint var frá í gær þegar tvö íbúðarhús voru rýmd. 2.1.2024 12:16
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2.1.2024 11:58