Fimm um borð í vél strandgæslunnar fórust Fimm sem voru um borð í vél japönsku strandgæslunnar fórust þegar vélin og flugvél Japan Airlines, sem kom til lendingar, rákust saman á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. 2.1.2024 12:49
Enn snjóflóðahætta og rýmingar enn í gildi Enn er snjóflóðahætta undir Strandartindi á Seyðisfirði líkt og greint var frá í gær þegar tvö íbúðarhús voru rýmd. 2.1.2024 12:16
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2.1.2024 11:58
Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2.1.2024 11:20
Tekur við sem framkvæmdastjóri Mývatnsstofu Úlla Árdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og hefur hún þegar hafið störf. 2.1.2024 09:49
Flugvél í ljósum logum í Tókýó Mikill eldur kom upp í flugvél flugfélagsins Japan Airlines eftir lendingu á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. Um fjögur hundruð voru um borð í vélinni og tókst að bjarga þeim öllum. 2.1.2024 09:45
Ferjuðu ferðamenn í bæinn eftir vandræði í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út eftir að tvær rútur með ferðamenn innanborðs lentu í vandræðum í mikilli hálku í Hvalfirði seint í gærkvöldi. 2.1.2024 08:58
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2.1.2024 07:25
Lægð skilar okkur rigningu eða slydda með köflum Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesskaga og mun hún stýra veðrinu á landinu í dag. Lægðin er þó hvorki djúp né kröpp og hljóðar vindaspáin upp á suðaustan og austan fimm til þrettán metra á sekúndu. 2.1.2024 06:50
Þrjátíu látnir hið minnsta og fjölda enn leitað Talsmenn yfirvalda í Ishikawa-héraði í Japan hafa staðfest að þrjátíu hið minnsta hafi látið lífið í stóra skjálftanum sem reið í gær og varð til þess að fjöldi bygginga eyðilagðist og flóðbylgja skall á landið. Fjölda fólks er enn leitað. 2.1.2024 06:32