Hægur vindur og skýjað að mestu Útlit er fyrir fremur hæga vestan- og norðvestanátt á landinu í dag þar sem skýjað verður að mestu og dálítil él eða slydduél. Þó má reikna með að verði léttskýjað suðaustan- og austanlands. 11.12.2023 07:03
Örlög stjórnar Morawiecki ráðast í dag Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október. 11.12.2023 06:58
Segir Argentínumönnum að búa sig undir lostmeðferð Javier Milei sagði Argentínumönnum að búa sig undir „lostmeðferð“ þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að hafa svarið embættiseið sem nýr forseti Argentínu í gær. 11.12.2023 06:14
Ólafur tekur við stöðu Ólafs hjá Carbfix Ólafur Elínarson hefur verið ráðinn til Carbfix þar sem hann mun starfa að samskiptamálum og samfélagstengslum fyrir hönd fyrirtækisins. 8.12.2023 14:39
Óheimilt verði að fljúga með hunda og ketti í farþegarými Óheimilt verður að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla samkvæmt drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. 8.12.2023 12:39
Með kókaínið falið í fjórum niðursuðudósum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni. 8.12.2023 12:20
Guðbjörg hringdi bjöllunni Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. 8.12.2023 11:50
Landsbankinn tekur rúmlega tíu milljarða lán Landsbankinn og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa undirritað samning um að NIB láni Landsbankanum 75 milljónir Bandaríkjadala til sjö ára. Upphæðin nemur um 10,5 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 8.12.2023 11:25
Sundlaugin mjög illa farin Sundlaugin á Stokkseyri er mjög illa farin og er ljóst að ráðast þarf í umfangsmiklar viðferðir á kari laugarinnar. Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk. 8.12.2023 08:35
Tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins Bergþóra Laxdal hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. Stjórn ráðsins samþykkti ráðninguna á fundi sínum í byrjun mánaðarins og hefur Bergþóra þegar hafið störf. 8.12.2023 07:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent