Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga. Vísir/Arnar Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50