Strætóbílstjórinn og farþegi sluppu án meiðsla Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Strætó segir þá ekki hafa slasast í veltunni fyrir utan að hafa verið í nokkru áfalli. 23.11.2023 10:11
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23.11.2023 08:41
Hvít jörð í höfuðborginni og slær í storm austantil Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og má gera ráð fyrir að margir muni þurfa að skafa af bílunum áður en haldið er af stað í vinnu eða skóla. 23.11.2023 07:13
Smáhundum ætlað að bæta andlega líðan meinað að vera í heimaeinangrun Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu. 22.11.2023 14:41
Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. 22.11.2023 13:50
Arnar Jón til Good Good Íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækið GOOD GOOD hefur ráðið Arnar Jón Agnarsson í starf sölu- og markaðstjóra á Íslandi og fyrir Evrópumarkað. 22.11.2023 13:19
Birkir Hrafn nýr framkvæmdarstjóri Höfða Birkir Hrafn Jóakimsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Hann hefur störf í desember næstkomandi. 22.11.2023 11:54
Þorsteinn tekur við starfi framkvæmdastjóra Stoðar Stjórn Stoðar hefur ráðið Þorstein Jóhannesson í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Þá tekur Þorsteinn einnig sæti í framkvæmdastjórn Veritas, móðurfélags Stoðar. 22.11.2023 10:44
Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 22.11.2023 08:59
Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 22.11.2023 07:32
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent