Björn lætur af störfum hjá Karolinska Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2024 12:52 Björn Zoëga hefur gegnt stöðu forstjóra Karolinska frá árinu 2019. Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Frá þessu er greint á vef Karolinska. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2019. Þar segir Björn muni gegna stöðunni til 4. mars en þá muni Patrik Rossi aðstoðarforstjóri taka við skyldum forstjóra. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Haft er eftir Mikael Ohrling, forstjóra heilbrigðisyfirvalda á Stokkhólmssvæðinu, að staða Karolinska háskólasjúkrahússins sé sterkari í dag en hún hafi verið í lengri tíma, þökk sé stjórn Björns og samstarfsmanna hans. Þá er haft eftir Birni að þrátt fyrir heimsfaraldur, sem hafi verið erfiður bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, hafi tekist að hrinda í framkvæmd áætlun sem hafi komið sjúkrahúsinu upp úr mjög erfiðri stöðu. Tekist hafi að vinna úr erfiðri fjárhagsstöðu, auk þess að tekist hafi að fjölga legurýmum og aðgerðum. „Við höfum farið frá því að vera dregin í efa í að teljast sem eitt fremsta sjúkrahús heims. Það er starfsfólkið sem hefur gert það mögulegt.“ Björn útilokaði ekki í samtali við Dagens Nyheter fyrr í mánuðinum að bjóða sig fram til forseta Íslands, en arftaki Guðna Th. Jóhannessonar verður kjörinn í forsetakosningum 1. júní næstkomandi. Íslendingar erlendis Vistaskipti Tengdar fréttir Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Karolinska. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2019. Þar segir Björn muni gegna stöðunni til 4. mars en þá muni Patrik Rossi aðstoðarforstjóri taka við skyldum forstjóra. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Haft er eftir Mikael Ohrling, forstjóra heilbrigðisyfirvalda á Stokkhólmssvæðinu, að staða Karolinska háskólasjúkrahússins sé sterkari í dag en hún hafi verið í lengri tíma, þökk sé stjórn Björns og samstarfsmanna hans. Þá er haft eftir Birni að þrátt fyrir heimsfaraldur, sem hafi verið erfiður bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, hafi tekist að hrinda í framkvæmd áætlun sem hafi komið sjúkrahúsinu upp úr mjög erfiðri stöðu. Tekist hafi að vinna úr erfiðri fjárhagsstöðu, auk þess að tekist hafi að fjölga legurýmum og aðgerðum. „Við höfum farið frá því að vera dregin í efa í að teljast sem eitt fremsta sjúkrahús heims. Það er starfsfólkið sem hefur gert það mögulegt.“ Björn útilokaði ekki í samtali við Dagens Nyheter fyrr í mánuðinum að bjóða sig fram til forseta Íslands, en arftaki Guðna Th. Jóhannessonar verður kjörinn í forsetakosningum 1. júní næstkomandi.
Íslendingar erlendis Vistaskipti Tengdar fréttir Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39