Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. 6.10.2023 07:35
Stúlkan á Selfossi komin í leitirnar Lögreglan á Suðurlandi lýsti í dag eftir stúlku á Selfossi sem hafði ekki sést til síðan klukkan 22 í gærkvöldi. 6.10.2023 07:23
Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. 6.10.2023 07:08
Hættir eftir þriggja áratuga starf sem umsjónaraðili Málmeyjar „Mér þykir mjög vænt um þessa eyju. Ég er hins vegar orðinn það slæmur til heilsunnar að það er kominn tími til að nýr maður taki við þessu hlutverki.“ 6.10.2023 07:00
Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. 6.10.2023 06:43
Beittu varnarúða á mann með hníf í austurbænum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu beitti varnarúða til að yfirbuga mann sem fór ekki að fyrirmælum lögreglu í austurbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. 6.10.2023 06:18
Lögmaður hjá SA nýr aðstoðarmaður Guðrúnar Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. 5.10.2023 14:13
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5.10.2023 14:01
Fannst látinn í sjónum við Kristiansand Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn. 5.10.2023 13:05
Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5.10.2023 11:08
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent