varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vega­gerðin geti ekki metið upp á sitt eins­dæmi hvaða gögn eigi erindi

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Dregur úr vindi og líkur á nætur­frosti víða

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina.

Sótt að Biden vegna nýrra fram­kvæmda við landa­mæram­úrinn

Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas.

Lög­maður hjá SA nýr að­­stoðar­­maður Guð­rúnar

Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. 

Bregðast við í­trekuðum seinkunum leiðar 14

Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun.

Fannst látinn í sjónum við Kristiansand

Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn.

Sjá meira