Tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 07:58 Bergþóra Laxdal. Aðsend Bergþóra Laxdal hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. Stjórn ráðsins samþykkti ráðninguna á fundi sínum í byrjun mánaðarins og hefur Bergþóra þegar hafið störf. Í tilkynningu segir að Bergþóra hafi áður starfað í hartnær tvo áratugi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, lengst af sem fulltrúi menningar- og ræðismála ásamt því að sinna viðskiptamálum og daglegum rekstri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. „Þá sat hún í stjórn Norræna nýsköpunarhússins í Silicon Valley og Samtaka erlendra viðskiptafulltrúa í New York. Bergþóra er með BA próf í sálfræði frá Long Island University, MA próf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og er að ljúka MBA-námi frá Western Governors University,“ segir um Bergþóru. Haft er eftir Margréti Harðardóttur, stjórnarformanni Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, að það sé mikill fengur í starfskröftum Bergþóru. „Bergþóra sem þekkir allar hliðar viðskiptaráðsins frá starfi sínu á aðalræðisskrifstofunni, er vel í stakk búin að leiða starfsemina í breytingunum sem fram undan eru. Þar horfum við sérstaklega til aukins samstarfs við norrænu viðskiptaráðin í Bandaríkjunum og Íslensk-kanadíska viðskiptaráðið. Eftir sem áður verður það okkar áherslumál að styðja við íslensk fyrirtæki sem vilja ná fótfestu í Bandaríkjunum og auka viðskipti ríkjanna og því er það mikið fagnaðarefni að fá svo reynda og dugmikla konu til liðs við okkur,“ segir Margrét. Íslensk-ameríska viðskiptaráðið var stofnað árið 1986 með það að leiðarljósi að efla viðskiptasambönd milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptaráðið stendur fyrir upplýsingafundum, tengslaviðburðum og ráðstefnum í Bandaríkjunum og aðstoðar Íslensk fyrirtæki sem stefna á bandarískan markað. Viðskiptaráðið hefur verið til húsa á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York frá því fyrir aldamót og hefur starfsemin verið undir stjórn starfsmanna aðalræðisskrifstofunnar. Vegna breytinga á fyrirkomulagi aðalræðisskrifstofunnar nú um áramótin verður viðskiptaráðið með skrifstofu með öðrum norrænum viðskiptaráðum í New York í húsakynnum Sænsk-ameríska viðskiptaráðsins á 900 Third Avenue. Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Í tilkynningu segir að Bergþóra hafi áður starfað í hartnær tvo áratugi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, lengst af sem fulltrúi menningar- og ræðismála ásamt því að sinna viðskiptamálum og daglegum rekstri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. „Þá sat hún í stjórn Norræna nýsköpunarhússins í Silicon Valley og Samtaka erlendra viðskiptafulltrúa í New York. Bergþóra er með BA próf í sálfræði frá Long Island University, MA próf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og er að ljúka MBA-námi frá Western Governors University,“ segir um Bergþóru. Haft er eftir Margréti Harðardóttur, stjórnarformanni Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, að það sé mikill fengur í starfskröftum Bergþóru. „Bergþóra sem þekkir allar hliðar viðskiptaráðsins frá starfi sínu á aðalræðisskrifstofunni, er vel í stakk búin að leiða starfsemina í breytingunum sem fram undan eru. Þar horfum við sérstaklega til aukins samstarfs við norrænu viðskiptaráðin í Bandaríkjunum og Íslensk-kanadíska viðskiptaráðið. Eftir sem áður verður það okkar áherslumál að styðja við íslensk fyrirtæki sem vilja ná fótfestu í Bandaríkjunum og auka viðskipti ríkjanna og því er það mikið fagnaðarefni að fá svo reynda og dugmikla konu til liðs við okkur,“ segir Margrét. Íslensk-ameríska viðskiptaráðið var stofnað árið 1986 með það að leiðarljósi að efla viðskiptasambönd milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptaráðið stendur fyrir upplýsingafundum, tengslaviðburðum og ráðstefnum í Bandaríkjunum og aðstoðar Íslensk fyrirtæki sem stefna á bandarískan markað. Viðskiptaráðið hefur verið til húsa á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York frá því fyrir aldamót og hefur starfsemin verið undir stjórn starfsmanna aðalræðisskrifstofunnar. Vegna breytinga á fyrirkomulagi aðalræðisskrifstofunnar nú um áramótin verður viðskiptaráðið með skrifstofu með öðrum norrænum viðskiptaráðum í New York í húsakynnum Sænsk-ameríska viðskiptaráðsins á 900 Third Avenue.
Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira