Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. 29.8.2023 07:50
Líkur á síðdegisskúrum sunnanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði fremur hæg breytileg átt eða hafgola í dag. Bjart verður að mestu en skýjað austantil framan af degi. Um sunnanvert landið eru hins vegar líkur á stöku síðdegisskúrum. 29.8.2023 07:15
Oddvar Haukur tekur við af Sigríði sem kveður eftir 23 ára starf Oddvar Haukur Árnason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Farfugla ses. / HI Iceland og tekur hann við starfinu af Sigríði Ólafsdóttur sem kveður eftir 23 ár hjá félaginu. 28.8.2023 14:40
Formaður Læknafélags Íslands til Hrafnistu Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunar- og lyflækningum, hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra lækninga hjá Hrafnistu frá og með 1. nóvember. 28.8.2023 14:30
„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ 28.8.2023 09:02
Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. 28.8.2023 07:47
Úrkomusvæði færist austur Dálítil lægð er nú nærri Reykjanesi og verður vindur á landinu suðlægur í fyrstu, en snýst síðan í norðvestanátt þegar lægðin hreyfist austur á bóginn. 28.8.2023 07:12
Tvær sóttu um forstjórastöðuna hjá Geislavörnum Tvær sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst síðastliðinn. 25.8.2023 14:19
Settur forstjóri skipaður forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september næstkomandi. Ólafur hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar síðasta árið. 25.8.2023 11:12
Verður yfirmaður hliðartekna hjá Play Flugfélagið Play hefur ráðið Emilio Chacon Monsant sem yfirmann hliðartekna. 25.8.2023 11:08