Kirkjugarðurinn að fyllast og verið að undirbúa næstu skref Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð skoða nú hvar best sé að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli er við það að fyllast. Stækkunarmöguleikar eru ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. 15.9.2023 08:01
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14.9.2023 14:35
Náðu að draga Ocean Explorer af strandstað Tarajoq, rannsóknarskip grænlensku umhverfisstofnunarinnar, tókst að draga skemmtiferðaskipið Ocean Explorer af strandstað í Alpafirði á austurströnd Grænlands um hádegisbil í dag. 14.9.2023 12:35
Ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola Arnþór Jóhannsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi. 14.9.2023 12:12
Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON Hjálmar Helgi Rögnvaldsson hefur verið ráðinn til að leiða nýtt svið Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar. 14.9.2023 10:29
Nýir framkvæmdastjórar hjá Ekrunni og Emmessís Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss. 14.9.2023 09:47
Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. 14.9.2023 08:36
Ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá tryggingafélaginu Verði. Hún kemur til félagsins frá Samskipum. 14.9.2023 07:23
Rigning með köflum á suðaustan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda. Reiknað er með rigningu með köflum á Suðaustur- og Austurlandi, einkum framan af degi. 14.9.2023 07:12
Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13.9.2023 14:38