Einar ráðinn framkvæmdastjóri Sólar Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007. 6.3.2023 09:34
Óku á brunahana og húsvegg Bandaríski grínistinn Pete Davidson og kærasta hans, Chase Sui-Wonders, lentu í bílslysi í Beverly Hills í Los Angeles í fyrrinótt. 6.3.2023 09:00
Ráðin mannauðsleiðtogi Malbikunarstöðvarinnar Guðrún Árný Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsleiðtogi hjá Malbikstöðinni og hefur nú þegar tekið til starfa. 6.3.2023 08:42
Bein útsending: Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, stendur fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu á Íslandi sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 9 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með ávörpum í beinu steymi í spilara að neðan. 6.3.2023 08:38
Gítarleikari og einn stofnmeðlima Lynyrd Skynyrd látinn Gary Rossington, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Með honum er genginn síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. 6.3.2023 08:03
Flokkur Kaju Kallas vann kosningasigur í Eistlandi Umbótaflokkur Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands, vann sigur í eistnesku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn hlaut rúmlega 31 prósent atkvæða og verður stæsti flokkurinn á þingi. 6.3.2023 07:44
Frost að níu stigum í dag og hvessir á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri og fremur hægri átt í dag, éljum, einkum norðaustan- og austanlands, en yfirleitt léttskýjuðu sunnan- og vestantil. 6.3.2023 07:12
Dó líknardauða sextán árum eftir að hafa myrt fimm börn sín Belgísk kona, sem myrti fimm börn sín árið 2007, hefur dáið líknardauða, sextán árum eftir að hún banaði fimm börnum sínum. 3.3.2023 11:52
Ráðinn skrifstofustjóri í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur tekið ákvörðun um að skipa Ólaf Darra Andrason í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu eftirfylgni og fjármála til næstu fimm ára. 23 sóttu um stöðuna. 3.3.2023 10:43
Settur ríkissáttasemjari sækir um nýtt starf Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og settur ríkissáttasemjari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, eru í hópi fjögurra sem hafa sótt um stöðu sem dómari við Landsrétt sem auglýst var laus til umsóknar á dögunum. Fjórir héraðsdómarar sóttu um stöðuna. 3.3.2023 09:59