Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. 3.3.2023 09:46
Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál. 3.3.2023 09:10
Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3.3.2023 08:11
Rólegt veður í dag og áfram hæglætis veður á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri í dag með hægri, breytilegri átt og þurrt að kalla. Þó verða stöku skúrir sunnan- og vestantil á landinu. 3.3.2023 07:36
Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hefst í hádeginu Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem kynnt var á miðvikudaginn, hefst í hádeginu í dag. Henni lýkur svo næstkomandi miðvikudag, 8. mars klukkan tíu fyrir hádegi. 3.3.2023 07:08
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3.3.2023 06:37
Kærð fyrir að virða ekki gangbrautarrétt í Vesturbænum Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur. 3.3.2023 06:09
Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ 2.3.2023 11:29
Sigþrúður nýr framkvæmdastjóri Forlagsins Sigþrúður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Forlagsins. Hún tekur við stöðunni af Agni Erni Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum. 2.3.2023 10:36
Sex vilja verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Sex umsóknir bárust um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabankans en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 7. febrúar síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar. 2.3.2023 10:05