Tillaga um vantraust á hendur Jóni felld Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 13:13 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra situr sem fastast. Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. 35 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Umræður um tillöguna hófust klukkan 10:30 í dag og varð þá fljótlega ljóst að meirihluti þingheims myndi styðja ráðherrann. Flutningsmenn tillögunnar sögðu ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Flutningsmenn tillögunnar voru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á Jón fyrir að hafa komið í veg fyrir að Alþingi fengi gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Miklar umræður voru á Alþingi fyrr í vikunni eftir að Þórunn gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum. Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Eftir að minnisblaðið var lagt fram var vantrauststillagan lögð fram. Úr þingsal fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Eva Sjöfn Helgadóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Katrín Sif Árnadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Thomas Möller, Viðar Eggertsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni: Ágúst Bjarni Garðarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Ingibjörg Isaksen, Jódís Skúladóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Allar líkur á að vantraust verði fellt Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Umræður um tillöguna hófust klukkan 10:30 í dag og varð þá fljótlega ljóst að meirihluti þingheims myndi styðja ráðherrann. Flutningsmenn tillögunnar sögðu ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Flutningsmenn tillögunnar voru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á Jón fyrir að hafa komið í veg fyrir að Alþingi fengi gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Miklar umræður voru á Alþingi fyrr í vikunni eftir að Þórunn gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum. Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Eftir að minnisblaðið var lagt fram var vantrauststillagan lögð fram. Úr þingsal fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Eva Sjöfn Helgadóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Katrín Sif Árnadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Thomas Möller, Viðar Eggertsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni: Ágúst Bjarni Garðarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Ingibjörg Isaksen, Jódís Skúladóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Allar líkur á að vantraust verði fellt Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Allar líkur á að vantraust verði fellt Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13
Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00