Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1.3.2023 10:06
Eldur í tveggja hæða húsi á Tálknafirði Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. 1.3.2023 09:32
Finnski fjöldamorðinginn Juha Valjakkala látinn Finnski fjöldamorðinginn Nikita Bergenström, sem áður gekk undir nafninu Juha Valjakkala, er látinn. Hann varð 57 ára gamall. Valjakkala var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa banað heilli fjölskyldu í kirkjugarði í Svíþjóð árið 1988. 1.3.2023 09:25
Breyta álversbyggingu í Helguvík í „grænan iðngarð“ Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. 1.3.2023 09:08
Ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fossa Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Heiðrúnu Haraldsdóttur sem forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs. 1.3.2023 08:47
Munu hafa apótekið opið allan sólarhringinn Forsvarsmenn Lyfjavals hafa ákveðið að hafa bílaapótek fyrirtækisins í Hæðasmára í Kópavogi framvegis opið allan sólarhringinn. Þetta verður eina apótek landsins sem verður opið allan sólarhringinn. 1.3.2023 07:45
Suðlægt átt, bjart og hvasst með fjöllum norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu, en tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir norðan og jafnvel hvassara í vinstrengjum við fjöll. 1.3.2023 07:18
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1.3.2023 07:01
Bein útsending: Skýrsla um stöðu og framtíð lagareldis Skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt á sérstökum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sem hefst klukkan 13:30. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi, en skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið. 28.2.2023 13:31
Eðvarð Ingi tekur við starfi framkvæmdastjóra Héðins um áramótin Eðvarð Ingi Björgvinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Héðins. Hann mun taka við stöðu framkvæmdastjóra af Rögnvaldi Einarssyni um áramótin. 28.2.2023 11:59