Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. 23.2.2023 06:20
Boðið flug og uppihald fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 22.2.2023 10:58
Þórunn Káradóttir í fjártæknigeirann Þórunn Káradóttir hefur verið ráðin til fjártæknifyrirtækisins YAY sem lögfræðingur. 22.2.2023 10:26
Fá um 190 þúsund vegna altjóns á ferðatösku af dýrari gerðinni Icelandair hefur verið gert að greiða viðskiptavinum tæpar 190 þúsund krónur vegna tjóns sem varð á innritaðri ferðatösku af dýrari gerðinni á meðan hún var í vörslu flugfélagsins. 22.2.2023 09:30
Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22.2.2023 09:11
Lægð nálgast og bætir í vind í kvöld Vindur er nú að ganga niður fyrir austan og fyrri part dags verður tiltölulega rólegt veður víðast hvar, stöku él og frost á bilinu núll til átta stig. 22.2.2023 07:25
Bandarískur auðmaður býður sig fram til forseta Bandaríski auðmaðurinn Vivek Ramaswamy hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. 22.2.2023 07:03
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22.2.2023 06:37
Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. 22.2.2023 06:11
Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Saksóknari í Danmörku hefur birt fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, Claus Hjort Frederiksen, ákæru um að hafa lekið ríkisleyndarmálum sem varði þjóðaröryggi. 21.2.2023 14:24