Líkfundur í Grafarvogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkfundar við Gufunesveg í Grafarvogi í Reykjavík í morgun. 23.1.2023 12:57
Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. 23.1.2023 10:30
Ritt Bjerregaard er látin Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard, sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er látin, 81 árs að aldri. 23.1.2023 09:37
Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23.1.2023 08:37
Talin hafa myrt ellefu og fjórtán ára börn sín og svo svipt sig lífi Móðir og tvö börn hennar fundust látin á heimili sínu í bænum Vejrumbro, skammt frá Viborg í Jótlandi í Danmörku, í gær. Lögregla í Danmörku telur að konan hafi myrt börnin og svo svipt sig lífi. 23.1.2023 07:45
Bjart og kalt í dag og von á næstu lægð í kvöld Veðurstofan reiknar með strekkingssuðvestanátt norðantil á landinu fram eftir morgni, en að annars megi búast við hægum vindi í dag. Bjart veður og kalt. 23.1.2023 06:55
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23.1.2023 06:34
Braut rúðu á hóteli Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að rúða á hóteli í hverfi 105 í Reykjavík hefði verið brotin. 23.1.2023 06:11
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21.1.2023 09:31
Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðarfjalli Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum. 20.1.2023 15:00