Tilkynnt um þjófnað í verslun og innbrot í geymslur í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þjófnaðar úr verslun í Kópavogi í gærkvöldi. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð lögreglu þegar tilkynnt var um innbrot í geymslur í Kópavogi. 20.1.2023 07:14
Var á gangi með eins árs syninum við skóla þegar hvítabjörninn réðst á mæðginin Lögregla í Alaska hefur nafngreint hina 24 ára konu og eins árs son hennar sem létust í árás hvítabjarnar í bænum Wales á vesturströnd Alaska á þriðjudag. Mæðginin voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar í bænum þegar björninn réðst til atlögu. 19.1.2023 14:38
Gunna Tryggva færir Selfyssingum veglega gjöf með skýrum skilyrðum Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. 19.1.2023 13:43
Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. 19.1.2023 13:35
Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. 19.1.2023 11:01
Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19.1.2023 10:21
Íslenskar systur taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur munu taka þátt í undankeppni danska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision. Þær kalla sig Eyjaa og ber framlagið nafnið I Was Gonna Marry Him. 19.1.2023 10:04
Tafir á Hringbraut vegna áreksturs Umferðartafir mynduðust eftir að tveir bílar rákust saman við hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í í Reykjavík í morgun. 19.1.2023 09:14
Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. 19.1.2023 09:04
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19.1.2023 07:38