Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29.11.2022 07:13
Sjö fundist látnir eftir aurskriðuna á Ischia Sjö hafa nú fundist látnir og fimm er enn saknað eftir að aurskriða féll á ítölsku eyjunni Ischiaum helgina. Björgunarstarf stendur enn yfir og segir talsmaður yfirvalda að börn séu í hópi þeirra sem sé saknað. 28.11.2022 07:51
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28.11.2022 07:18
Frá Fiskifréttum og til Hjálparstarfs kirkjunnar Svavar Hávarðsson hefur hafið störf sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Svavar hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri frá árinu 2006. 25.11.2022 12:07
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum. 25.11.2022 11:48
Frú Ragnheiður, Heiðar og Þórdís Kolbrún hlutu Frelsisverðlaun SUS Frú Ragnheiður, Heiðar Guðjónsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlutu í gærkvöldi hin árlegu Frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS). 25.11.2022 11:39
Grænlendingar breyta klukkunni á næsta ári Klukkunni verður breytt á Grænlandi á næsta ári og verður tekið upp nýtt tímabelti sem kallast UTC-2. 25.11.2022 07:42
Væta með köflum en allvíða bjart á Suður- og Vesturlandi Það hefur smám saman dregið úr vindi í nótt, og í dag má reikna með norðaustan og austan fimm til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestantil. 25.11.2022 07:11
Icelandair flýgur til Detroit Icelandair hyggst hefja áætlunarflug til bandarísku stórborgarinnar Detroit næsta vor. 24.11.2022 13:11
Lokuðu Ægisgötu vegna grjóts sem hlóðst upp á veginn Lögregla á Suðurnesjum ákvað að loka umferð á Ægisgötu í Reykjanesbæ af öryggisástæðum í gærkvöldi. Þetta var gert vegna mikils ágangs sjávar, hárri sjávarstöðu og áhlaðanda. 24.11.2022 12:48