Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 08:22 Pavel Antov stofnaði kjötvinnsluna Vladimír Standard snemma á tuttugustu öldinni. Pavel Antov Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð. Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala. Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala.
Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17