Gert ráð fyrir Þór og flutningaskipinu til hafnar um klukkan níu Varðskipið Þór er nú á leið til hafnar í Reykjavík með flutningaskipið EF AVA í togi eftir að eldur kom upp í vélarrými skipsins síðdegis í gær. 25.10.2022 06:43
Sunak til fundar við Karl í dag og verður formlega forsætisráðherra Íhaldsmaðurinn Rishi Sunak mun ganga á fund Karls III Bretakonungs í dag og mun formlega taka við embætti forsætisráðherra Bretlands af Liz Truss. 25.10.2022 06:29
Þrír sagðir hafa ráðist á mann við fjölbýlishús Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Eitt útkalla sneri að tilkynningu um slagsmál við fjölbýlishús þar sem þrír eru sagðir hafa ráðist á einn. 25.10.2022 06:09
Fundu um fjögur hundruð ára systurskip Vasaskipsins á hafsbotni Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár. 24.10.2022 16:31
Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24.10.2022 14:01
Ungliðar leggjast gegn nafnatillögu Marðar og Kristjáns Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungt jafnaðarfólk, leggst gegn þeirri tillögu að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Tillagan hefur verið lögð fyrir landsfund flokksins sem hefst á föstudag og stendur fram á laugardag. 24.10.2022 13:33
Halda undankeppni sína fyrir Eurovision í sprengjubyrgi Úkraínska sjónvarpsstöðin UA:PBC hefur tilkynnt að Vidbir, söngvakeppnin þar sem framlag Úkraínumanna fyrir Eurovision er valið, verði haldin í sprengjubyrgi í Kænugarði laugardagskvöldið 17. desember. 24.10.2022 13:10
Ilse Jacobsen er látin Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri. 24.10.2022 10:10
Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. 24.10.2022 08:40
Skjálfti 3,7 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,7 að stærð mældist í sunnanverðum Mýrdalsjökli klukkan 00:46 í nótt. 24.10.2022 07:44