Mikill eldur í Mexíkó eftir árekstur olíuflutningabíls Miklar skemmdir hafa orðið á lestarteinum og tugum heimila í mexíkóska bænum Aguascalientes eftir árekstur olíuflutningabíls í gærkvöldi. 21.10.2022 08:01
Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21.10.2022 07:33
Stöku skúrir eða él við norðurströndina Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt og verður hún víða hæg. Stöku skúrir eða él við norðurströndina og sums staðar dálítil væta austan- og suðaustanlands, en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi. 21.10.2022 07:10
Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn. 20.10.2022 22:00
Bein útsending: EES-samningurinn og áskoranir 21.aldar EES-samningurinn og áskoranir 21. aldarinnar eru umfjöllunarefni á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir utanríkisráðherra og Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu, eru meðal gesta. 20.10.2022 15:01
Annað land dregur sig úr Eurovision Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023. 20.10.2022 14:44
Var stöðvaður með kíló af kókaíni í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt austurrískan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpu kílói af kókaíni til landsins með flugi frá Amsterdam. 20.10.2022 14:09
Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. 20.10.2022 11:21
Reyndu að smygla um tvö þúsund OxyContin-töflum í nærbuxunum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo pólska karlmenn í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals 1.914 töflum af ávana- og fíknilyfinu OxyContin, 80 mg, með flugi til landsins í maí síðastliðinn. Mennirnir fluttu töflurnar í nærbuxum sínum. 20.10.2022 10:34
Austlæg átt og sums staðar smáskurir Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag og verður hún fremur hæg víðast hvar. Hiti verður á bilinu núll til stig og verður mildast syðst. 20.10.2022 07:08