Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2022 11:03 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að nýta fjármagn í að auka varnarmátt lögreglumanna og fangavarða til að bregðast við nýju umhverfi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent