Suðvestanátt og strekkingur um landið norðvestanvert Útlit er fyrir suðvestanátt í dag og á morgun og má víða reikna með golu eða kalda, en strekkingi um landið norðvestanvert. Jafnvel má búast við allhvössu í afmörkuðum strengjum við fjöll á því svæði. 18.10.2022 07:20
Stjórnarformaðurinn hættur hjá Klöppum Linda Björk Ólafsdóttir hefur tilkynnt um úrsögn sína úr stjórn Klappa grænna lausna og hefur hún þegar tekið gildi. Linda Björk var formaður stjórnar félagsins. 17.10.2022 11:44
Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17.10.2022 10:05
Karitas H. Gunnarsdóttir er látin Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, er látin, 62 ára að aldri. Hún lét af störfum í ráðuneytinu fyrr á þessu ári og var í hópi reynslumestu starfsmanna stjórnarráðsins. 17.10.2022 09:51
Rúmlega sex hundruð látnir eftir flóð í Nígeríu Rúmlega sex hundruð hafa látið lífið vegna flóða í Nígeríu síðustu daga. Flóðunum hefur verið lýst sem þeim verstu í landinu í áratug. 17.10.2022 08:42
Enn engin ákvörðun tekin um ákæru í máli hjúkrunarfræðingsins Embætti héraðssaksóknara hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út í máli hjúkrunarfræðings sem starfaði á geðdeild Landspítalans og grunaður er um að hafa orðið sjúklingi að bana á síðasta ári. Málið er enn til meðferðar hjá embættinu. 17.10.2022 07:17
Stefnir í rólegheitaveður þessa vikuna Það stefnir í rólegheitaveður þessa vikuna sem sé væntanlega kærkomið eftir norðan hvassviðrið um liðna helgi. 17.10.2022 06:58
Hellisheiði lokuð til austurs í dag Vegurinn um Hellisheiði verður lokaður til austurs í dag vegna framkvæmda. 17.10.2022 06:50
Jarðskjálftahrina hafin á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina hófst um fimmtán kílómetra norðaustur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg um klukkan 20:30 í gærkvöldi. 17.10.2022 06:18
Fjórir handteknir vegna líkamsárásar í heimahúsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjóra vegna líkamsárásar í heimahúsi. 17.10.2022 06:11