Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13.10.2022 09:41
Sameining fyrirtækja á innheimtumarkaði Hluthafar Inkasso ehf. og Momentum ehf. hafa náð samkomulagi um sameiningu félaganna og kemur hún til framkvæmda síðar í þessum mánuði. 13.10.2022 08:44
Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. 13.10.2022 08:30
Støre nýr forstjóri Advania-samsteypunnar Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar. 13.10.2022 08:16
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13.10.2022 07:43
Þurfa að skafa af rúðum og hálka á götum Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa margir að skafa bílrúður sínar áður en þeir halda út í morgunumferðina. Hálka er á götum. 13.10.2022 07:10
Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12.10.2022 13:57
Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12.10.2022 13:19
Þorbjörg og Þórður til Fossa Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingabanka og Þorbjörg M. Einarsdóttir sem sérfræðingur á nýju fjármálasviði bankans. 12.10.2022 12:37
Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12.10.2022 10:36