varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Össur kaupir hið banda­ríska Naked Prost­hetics

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi.

Tekur við sem for­stjóri EY á Ís­landi

Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin þrjú ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið.

Tapparnir fastir við gos­flöskurnar

Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári.

Harpa Þórs­dóttir er nýr þjóð­minja­vörður

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000.

Sjá meira