Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29.8.2022 08:03
Flugmenn Air France í straff eftir átök í flugstjórnarklefa Tveimur flugmönnum hjá franska flugfélaginu Air France hefur tímabundið verið vikið frá störfum eftir að til átaka kom milli þeirra inni í flugstjórnarklefanum í miðju flugi. 29.8.2022 07:27
Tuttugu stiga múrinn gæti rofnað norðaustan- og austantil Veðurstofan spáir nokkuð ákveðinni suðlægri átt í dag og á morgun þar sem skýjað verður og rigning af og til á sunnan- og vestanverðu landinu. Það bætir svo töluvert í úrkomuna á morgun og miðvikudag. 29.8.2022 06:46
Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29.8.2022 06:36
Áreitti fólk við Smáratorg og grunaður um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann í annarlegu ástandi við Smáratorg í Kópavogi vegna gruns um líkamsárás og að hann hafi verið að áreita fólk á svæðinu. 29.8.2022 06:15
Tekur við sem forstjóri EY á Íslandi Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin þrjú ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið. 26.8.2022 14:25
Tapparnir fastir við gosflöskurnar Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. 26.8.2022 13:33
Ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal kynnt fyrir áramót Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir að málefni grunnskólastarfs í Laugardal nú vera í forgangi hjá sér og að ákvörðun um framtíð þess muni liggja fyrir á næstunni, að minnsta kosti fyrir áramót. 26.8.2022 10:59
Kölluð út vegna örmagna hjólareiðamanns á Kili Björgunarsveit á Blönduósi var í morgun kölluð út vegna örmagna reiðhjólamanns sem hafði leitað skjóls í hesthúsi við skálann Áfanga sem er við Kjalveg. 26.8.2022 10:46
Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. 26.8.2022 08:56